Forsíða

From Advania - þjónustuvefur

Þjónustuvefur Advania

Allt frá þróun lausna yfir í daglegt viðhald leggjum við metnað okkar í að styðja við bakið á viðskiptavinum okkar.

Í þjónustunni hjá Advania starfa öflugir einstaklingar með mikla reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja til að geta svarað spurningum, aðstoðað og stutt við þig og þína starfsemi.

Ráðgjöf

Ráðgjafar Advania sinna ráðgjöf til viðskiptavina um hugbúnað, verkferla og annað sem tengist upplýsingatæknimálum fyrirtækja. Starfsmenn Advania gera sér vel grein fyrir að hvert og eitt fyrirtæki er einstakt, og því oft erfitt að ,,passa" inn í eitthvert hólf. Reynsla okkar hefur hins vegar kennt okkur að þótt stefnur og starfsemi fyrirtækja séu ólíkar, þá geta verkefnin verið svipuð. Starfsmenn okkar búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á starfsemi fyrirtækja, allt frá einyrkjanum yfir í stórfyrirtæki og styðjast við skilgreinda gæðaferla í vinnu sinni fyrir þig.

Námskeið

Við bjóðum reglulega upp á námskeið í notkun kerfanna okkar. Við leggjum einnig mikið upp úr því að fræða okkar viðskiptavini um efni sem tengist rekstri og bókhaldi fyrirtækja í gegnum námskeið, heimasíðu okkar og fréttabréf.

Lausnir

Advania heldur úti þjónustuvefjum fyrir eftirtaldar lausnir:

  • Bakvörður
  • TOK
  • Ópusallt
  • XAL

Þjónustur

  • Þjónustubeiðni
  • Þjónustusamningur
  • Ábending
  • Kvörtun
  • Námskeið
  • Skráning á póstlista
Views
Tenglar